Beint í aðalefni
Skilmálar og skilyrði

Þessir skilmálar og skilyrði gilda um Booking.com-veskið og veskisinneign, búið til af Booking.com B.V.
Booking.com B.V. (vísað til sem „Booking.com“) er einkafyrirtæki með takmarkaða ábyrgð samkvæmt lögum í Hollandi og er með skráða skrifstofu við Herengracht 597, 1017 CE Amsterdam, Hollandi, sem á og rekur vettvanginn www.booking.com. Með því að búa til, nota, afla og/eða innleysa veskisinneign eða inneign, samþykkir þú („Meðlimur“) og gengur að þessum skilmálum og skilyrðum.

Notkun:
Veskisinneign má einungis nota við kaup á til þess bærum vörum á www.booking.com og má einungis fá, afla og nota samkvæmt reglum og leiðbeiningum í þessum skilmálum og skilyrðum. Nauðsynlegt er að vera með svæði hjá Booking.com til að nota veskisinneign. Kaup eru dregin af inneign Booking.com-veskisins. Öll ónotuð inneign helst á reikningi innlausnaraðilans hjá Booking.com og verður notuð við kaup í þeirri röð sem inneignin fyrnist. Ef kaupverð er hærra en inneign innlausnaraðilans í Booking.com-veskinu verður að greiða eftirstöðvarnar með öðrum greiðslumáta í boði. Ef þú hefur ekki greitt eftirstöðvarnar á réttum tíma kann svo að fara að bókun þín eða kaup (eftir því sem við á) verði ógild (án frekari fyrirvara (fyrirfram)) og þú munt fyrirgera allri inneign og ekki eiga rétt á neinni endurgreiðslu (nema viðkomandi söluaðili ferðar hafi samþykkt slíkt). Booking.com hafnar allri ábyrgð vegna inneignar sem hefur verið notuð, afpöntuð, hefur runnið út eða verið fyrirgert.

Fylgni við skilmála veskis:
Meðlimurinn ábyrgist að allar uppgefnar upplýsingar séu réttar, þar á meðal en takmarkast ekki við, póstfang og netfang, og skal að öllu leyti vera ábyrgur fyrir villandi, ófullnægjandi eða úreltum upplýsingum. Allar upplýsingar, að meðtöldum persónuupplýsingum, munu Booking.com og samstarfsaðilar nota eftir þörfum vegna veskiskerfisins eða þjónustu sem inneignin heyrir undir. Allar persónuupplýsingar sem varða þátttöku Meðlims í veskiskerfinu verða unnar og notaðar við að koma á veskiskerfinu og framfylgja í samræmi við gildandi persónuverndarlög og -reglugerðir. Nánari upplýsingar má finna í trúnaðaryfirlýsingu Booking.com á www.booking.com eða í Booking.com-appinu.
Meðlimurinn skal við fyrstu beiðni Booking.com sanna auðkenni sitt. Ef það er ekki gert innan 30 daga leiðir það sjálfkrafa til brottvikningar eða uppsagnar þátttöku í veskinu og fyrirgerir allri uppsafnaðri inneign. Ef veskisaðgangur (auðkenni) tapast, er stolið eða skemmist ber Meðlimurinn alla ábyrgð og tjón af því. Inneign sem tapast, er stolið eða rennur út verður ekki endurgreidd, bætt eða framlengd.

Takmarkanir:
Veskisinneign endist í tiltekinn tíma sem Booking.com ákveður á hverjum tíma. Mismunandi gildistími getur átt við mismunandi inneign. Gildistíma hinnar ýmsu inneignar má sjá á www.booking.com í kaflanum um stillingar á notandasvæði. Ekki er hægt að breyta inneign í eða gera kröfu um reiðufé eða aðra greiðslu. Booking.com er heimilt hvenær sem er án frekari fyrirvara að jafna út eða gera upp inneign á hvaða kröfu sem Booking.com kann að eiga á þig.
Veskið er eingöngu opið einstaklingum 18 ára og eldri. Gengið er út frá því að allir, sem sækja um aðild að veskinu, hafi lesið, tileinkað sér og samþykkt þessa skilmála og skilyrði. Booking.com áskilur sér rétt til að hafna aðild allra þeirra sem ekki uppfylla skilyrði fyrir þátttöku (eins og Booking.com setur fram á hverjum tíma).
Veski og inneign má undir engum kringumstæðum framselja, arfleiða, flytja á milli, íþyngja öðrum, ánafna, (endur-)selja eða sameina, hvort sem er í auðgunarskyni eða ekki, til þriðja aðila (óháð því hvort viðkomandi á þar reikning). Ef Meðlimur deyr skal Booking.com loka reikningi hans og ógilda alla inneign sem viðkomandi Meðlimur hefur aflað sér strax og dánarvottorð berst.
Allar kröfur vegna afturkræfrar inneignar skal gera innan sex (6) mánaða frá viðkomandi viðskiptum sem um ræðir. Afturvirkar kröfur skal senda til Þjónustuvers með venjulegum pósti (sjá hér að neðan) ásamt viðeigandi stuðningsefni. Booking.com áskilur sér rétt til að krefjast hvenær sem er skjalfestra sannana um uppsafnaða inneign. Ekki er hægt að fá til baka skjöl sem send hafa verið til Þjónustuvers og þess vegna er ráðlegt að taka afrit af slíkum skjölum.

Svik
Ef upp koma mál varðandi svik, misnotkun eða slæma hegðun áskilur Booking.com sér rétt til að loka svæðinu einhliða og án fyrirvara og þá fyrirgerir þú allri inneign (sem verður umsvifalaust gerð upptæk, rennur út og ógildist). Booking.com áskilur sér rétt til að skuldfæra reikning allra Meðlima sem hafa aflað sér inneignar með óréttmætum hætti eða brotið þessa skilmála og skilyrði.

Notkun Booking.com-veskis sem stangast á við þessa skilmála og skilyrði:
Með því að nota veskið samþykkir þú að fylgja þessum skilmálum og skilyrðum og að nota ekki veski og inneign á nokkurn þann hátt sem er villandi, blekkjandi, ósanngjarn eða skaðlegur á annan hátt fyrir Booking.com, hlutdeildarfélög þess eða viðskiptavini. Booking.com áskilur sér rétt, án þess að þú fáir sérstaka tilkynningu þar um, til að afnema eða ógilda veskið og tengda inneign án endurgreiðslu, afnema eða ógilda reikninga viðskiptavina, afnema eða loka fyrir aðgang notenda að þjónustu okkar, ógilda, gera upptæka, láta renna út og fyrirgera inneign, hætta við eða takmarka pantanir og gjaldfæra aðra greiðsluhætti ef grunur leikur á um að veski eða inneign hafi verið notuð eða skráð á reikning Booking.com (eða inneign þín hjá Booking.com hafi verið notuð við kaup) með sviksömum, ólögmætum eða öðrum hætti sem brýtur gegn þessum almennu skilmálum.

Gildandi lög og lögsagnarumdæmi:
Þessir almennu skilmálar falla undir og voru gerðir í samræmi við lög í Hollandi. Þú og Booking.com samþykkið að beygja ykkur undir einkalögsögu dómstóla í Hollandi. Þú samþykkir að halda Booking.com skaðlausu af öllum kröfum þriðja aðila gegn fyrirtækinu eða hlutdeildarfélögum þess vegna eða í tengslum við brot gegn þessum almennu skilmálum.

Takmörkun ábyrgðar
Við berum enga ábyrgð, með beinum eða óbeinum hætti, á veskisinneign, þar á meðal beina eða óbeina ábyrgð á söluhæfi eða hæfi fyrir tiltekna notkun. Ef gildandi lög heimila ekki takmarkaða ábyrgð á óbeinni ábyrgð eða útilokun eða takmörkun á tilteknu tjóni, getur verið að sumir eða allir fyrrnefndir fyrirvarar, útilokanir eða takmarkanir gildi ekki um þig og það kann að vera að þú hafir önnur réttindi.
Meðlimurinn er ábyrgur fyrir öllum kröfum frá þriðja aðila, þar á meðal skattayfirvöldum, sem stafa af aðild að eða notkun veskisins og inneignarinnar.
Booking.com skal ekki gert ábyrgt fyrir tjóni, útgjöldum (þar með töldum en án takmarkana lögfræðikostnaði), slysi eða óþægindum sem verða kunna í tengslum við notkun eða innlausn inneignar.
Takmörkun á ábyrgð eins og hún er sett fram í skilmálum og skilyrðum Booking.com (um notkun vefsíðu/apps og bókunarþjónustu á netinu), sem er fáanleg hjá www.booking.com eða með appi Booking.com, er í fullu gildi (og er hér með talin hluti af og myndar heildstæðan hluta af þessum skilmálum og skilyrðum).

Almennir skilmálar:
Booking.com áskilur sér rétt til að ógilda, skipta út og breyta þessum skilmálum og skilyrðum veskis (þar með talin uppsöfnun og innlausnarfyrirkomulag) á hverjum tíma að vild án fyrirvara. Allir skilmálar og skilyrði gilda að því marki sem lög leyfa. Meðlimir geta ekki gert kröfur á hendur Booking.com vegna breytinga á lagalegum sérákvæðum eftir löndum.
Booking.com getur hvenær sem er og af hvaða ástæðu sem er bundið enda á veskisprógrammið. Booking.com mun, eftir því sem tök eru á, láta Meðlimi vita með fyrirvara um endalok veskisprógrammsins. Ef Booking.com bindur endi á þennan samning skal öll inneign renna út innan sex mánaða frá tilkynningu um endalok eða eftir viðeigandi gildistíma inneignar, hvort sem verður fyrr.
Booking.com áskilur sér rétt til að endurskoða alla reikninga í veskiskerfinu hvenær sem er án fyrirvara til Meðlima til að tryggja að farið sé eftir veskiskerfinu eða rannsaka (ætluð) svik eða misnotkun.

Samskiptaupplýsingar:
Booking.com þjónustuver 070 770 3884 (Hollandi) eða customer.service@booking.com.
Nota má eftirfarandi heimilisfang fyrir bréfasamskipti: Booking.com B.V. Attn. Customer Service Department Herengracht 597 1017 CE AMSTERDAM The Netherlands